SKÁLDSAGA

Kynjalyfið

Kynjalyfið eftir Walter Scott er spennandi ævintýrasaga frá tímum krossferðanna. Þessi útgáfa útgáfu sögunnar birtist í Nýjum Kvöldvökum árið 1918 og er ekki vitað hver þýddi hana. Er þýðingin nokkuð forn þó það rýri á engan hátt skemmtanagildi hennar og gerir hana kannski bara enn skemmtilegri. Því hefur hefur verið haldið fram að skoski lögfræðingurinnWalter Scott hafi verið fyrsti rithöfundurinn sem naut alþjóðlegrar hylli meðan hann lifði. Náðu vinsældir hans út um allan hinn enskumælandi heim, auk þess sem sögur hans nutu mikilla vinsælda í mörgum löndum Evrópu. Þá hefur honum verið eignaður heiðurinn af því að vera fyrsti sögulegi rithöfundurinn. Þekktastur er hann fyrir sögurnar Ívar Hlújárn (Ivanhoe), Rob Roy, The Lady of the Lake, Waverley og Kynjalyfið.


HÖFUNDUR:
Walter Scott
ÚTGEFIÐ:
2012
BLAÐSÍÐUR:
bls. 514

AÐrar bÆkur
SEM ER VERT AÐ SKOÐA :

  • ...